Markaðsvirði eignar
Kr26.700.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir: Rúmgóða íbúð á efstu hæð í æðislegum kjarna rétt við ströndina í Arenales del sol. Semi opið á milli stofu og eldhúss, þrjú svefnherbergi og tvö baðherbergi eru í eigninni, geymsla og sér rými fyrir þvottavél. Stórar svalir með glæsilegu útsýni yfir sameiginlega garðinn og lengra yfir til Alicante borgarinnar. Stæði í bílakjallara og geymsla fylgir. Á næstu hæð fyrir ofan, eða þakinu er sameiginlegt rými. Eignin er búin að vera í eigu sama aðila frá upphafi eða 2007 og er mjög vel við haldin.
Frábær staðsetning fyrir þá sem vilja vera stutt frá Alicante flugvellinum sem tekur um 10 mínútur að aka. Friðland er allt um kring og mikil náttúruparadís. Ströndin er í 10 -15 mín göngufæri og við strandgötuna eru veitingastaðir og smáverslanir.