Spánarheimili kynnir: Nýjar eignir nálægt ströndinni Playa de las Higuericas í Pilar de la Horadada. Stutt er í flest alla þjónustu og aðeins nokkrar mínútur á næstu veitingastaði. Einnig eru aðeins nokkrar mínútur í verslunarmiðstöðina Dos Mares.
Um er að ræða 3 svefnherbergja raðhús með 2 baðherbergi og flottar verönd frá 38m2 - 63m2. Með hverri eign fylgir með bílastæði í kjallara. Allar eignir hafa aðgang að stórum sameiginlegum garði þar sem er meðal annars að finna sameiginlega sundlaug ásamt barnaleiksvæði og frábærri sólbaðsaðstöðu.
Á jarðhæð er eldhúsið opið til stofu og borðstofu og frá stofu er gengið út á veröndina. Einnig er 1 baðherbergi og 1 svefnherbergi á jarðhæð. Á annarri hæð eru 2 svefnherbergi og eru þau með sameiginlegt baðherbergi. Frá öðru herberginu er einnig gengið út á einkasvalir sem hafa útsýni út í sameiginlega garðinn. Á annarri hæð er líka stigi upp á þaksvalir.
Verð frá 264.900€ - 309.900€.