Spánarheimili kynnir: Ótrúleg einbýli í nýjum kjarna í Los Altos. Stutt er í flesta þjónustu og í marga og skemmtilega veitingastaði. Aðeins eru um 8 mínútur að keyra í stóru verslunarmiðstöðina La Zenia Boulevard.
Í þessum kjarna munu verða 10 villur allar með einkasundlaug, stærðar lóð, bílastæði inni á hverri lóð og þaksvalir. Hvert hús er með 3 svefnherbergi, 3 baðherbergi og glæsilegt eldhús opið til stofu og borðstofu. Á jarðhæð er eldhúsið, stofan/borðstofan, 1 svefnherbergi og baðherbergi. Á annarri hæð eru 2 svefnherbergi og eru þau bæði með einkabaðherbergi.