Spánarheimili kynnir: Glæsilegt einbýli í Lomas de Cabo roig. Stutt er í flest alla þjónustu og aðeins um 5 mínútur að keyra á ströndina og á vinsæla Cabo Roig strippið sem er þekkt fyrir sína mörgu og skemmtilegu veitingastaði. Einnig eru aðeins um 8 mínútur í stóru verslunarmiðstöðina La Zenia Boulevard.
Byggt á stórri 700 m2 lóð þar sem er stór garður og flott einka sundlaug. Eignin er á 3 hæðum og er með stóran 150 m2 kjallara sem fær nóg af náttúrulegu ljósi. Á jarðhæð er nútímalegt eldhús sem er opið til stofu og borðstofu, 1 svefnherbergi með einkabaðherbergi og fataherbergi, einnig er annað baðherbergi. Frá stofu er gengið út á glæsilega verönd þar sem er einkasundlaug og flottur garður. Í kjallaranum eru 2 svefnherbergi, 1 baðherbergi og önnur stofa. Á annarri hæð eru 2 svefnherbergi sem eru bæði með einkabaðherbergi. Einnig eru 60m2 svalir á annarri hæð þar sem er hægt að nýta sólina allan ársins hring og frá svölunum er stigi sem leiðir upp á frábærar þaksvalir sem hafa útsýni til sjávar og nóg af plássi.
Innifalið í verði eru einnig 3 bílastæði.